Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!


Guest

/ #423

2016-04-04 12:46

Orðstír okkar hefur beðið hnekki. Aftur.
Áfallið er mikið því fátt er mér kærara en mannorð mitt og okkar Íslendinga allra. Afsögn allrar ríkisstjórnar SDG er bráðnauðsynleg byrjun á að endurreisa virðingu okkar sem lýðræðisþjóðfélag. Nú sést vel hver er ást framsóknar- og sjálfstæðismanna til landsins og virðing fyrir þegnum þess. Segi stjórnin ekki af sér er dagljóst: þeim stendur á sama um reisn Íslands.