Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!


Guest

/ #250

2016-03-29 22:25

Sigmundur Davíð spratt upp eins og gorkúla í íslenskum stjórnmálum og lofaði kjósendum sínum að sækja fúlgur fjár frá vogunarsjóðum (hrægammasjóðum) til að rétta hlut húsnæðiskaupenda eftir hrunið. Af smánarlegri "leiðréttingu" hans kom ekkert frá þessum sjóðum enda hefur komið í ljós að heimili hans á kröfur í þrotabú íslensku bankanna gegnum eignir í svona sjóði. Og nú er hreinlega ómerkilegt og móðgandi að vilja ræða þetta mál!!!