Krafa um afsögn Innanríkisráðherra.

Sveinbjörn

/ #16

2015-12-10 11:46

Ég hyggst skrifa undir. Því ef það býr til einhvern þrýsting á ráðamenn um að endurhugsa og endurskoða lög og meðferð á erlendum ríkisborgurum á Íslandi þá er ég allur af vilja gerður til að aðstoða.

 

Ég óttast hins vegar að þetta muni ekki duga sem skyldi. Ráðherrann per se er ekki vandamálið enda veit ég ekki betur en að Útlendingastofnun hafi alltaf starfað eins undir öllum ráðherrum. Vandamálið er einhvers konar kerfislæg mannvonska sem þarf að uppræta.

 

Ég væri til í að sjá kröfu um óháða úttekt á ákvörðunum Útlendingastofnunar og úrbætur í þeim málum. Það myndi skipta mun meira máli en að einn ráðherra þyrfti að taka pokann sinn.