Til studnings Priyönku
Priyanka er afburðanemandi á Háskólabrú Keilis en kemur til með að missa landvistarleyfi sitt á Íslandi innan nokkurra daga ef VIÐ tökum ekki málið í OKKAR hendur! Nú er kominn tími til að rísa gegn óréttlæti og opna arma sína fyrir þessari stúlku sem á sér ekki framtíð hér á Íslandi ef ekkert verður gert. Ég hvet þig til að skrifa undir og leiða þessa ungu stúlku úr fangi óréttlætis og yfir í bjartari framtíð.
Þessi listi verður sendur ásamt bréfi til útlendingastofnunar og frekari aðila.
"Priyanka Thapa, 23 ára Nepali hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt.
Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði." -visir.is
Öll fréttin hér http://visir.is/brast-i-grat-eftir-synjunina/article/2011704019951
Einnig er facebook síðan hérna: http://www.facebook.com/pages/Til-stuðnings-Priyönku
English version:
A Nepalese university student in Iceland is to be deported due to visa regulations to marry an older man she's never met. As a person who cares I do object to such treatment and this girl should be granted asylum on humanitarian grounds.
Ástrós Rut Sigurðardóttir Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible. |