Áskorun til Forseta Íslands skv. 24 greininni. Fella ríkisstjórn

Quoted post

GMR

#26

2015-05-26 21:17

Ef gera á kröfu til forseta lýðveldisins með vísan í gildandi stjórnarskrá verður að gera þá sjálfsögðu kröfu að á bakvið liggi lámarksþekking á innviði stjórnskipunarlaga (stjórnarskrá).

24.gr. laga nr. 33/1944 ber að túlka út frá grein 13. sömu laga. En þar stendur: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Einnig má benda á 14.gr: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.“  

Hér er því óskað eftir að forseti framkvæmi vald sem hann ekki hefur. Forsætisráðherra getur hins vegar rofið þing og fer þá með þá ósk sína (meirihluta Alþingis eftir atvikum) til forseta og óskar eftir formlegri undirskrift hans vegna þess, sem forseti veitir enda ekki með neitt synjunarvald á stjórnarframkvæmdum.

Replies

This post has been removed by its writer (Show details)

2015-05-26 22:47:30


KHT

#32 Re:

2015-05-26 23:01:57

#26: GMR -  Auðvitað hefur forsetinn valdið. Þvílík heimska að halda öðru fram . Sá sem ekki hefur vald getur ekki "látið" aðra framkvæma það. Hér er auðvitað bara verið að segja að ráðherrrar framkvæma það sem forseti setur þeim fyrir!

 

Siggi K

#64 Re:

2015-05-31 12:12:59

#26: GMR -  

 Ég held að þú sért bæði að misskilja stjórnarskrána og blanda tveim ólíkum greinum saman.  Ein grein hennar setur ekki annarri grein fyrir, og þú heldur því fram að forsætisráðherra hafi einn vald til að rjúfa þing ??   Hvar sérðu það skrifað  ??  

Forsetir hefur rétt til að leggja fram þingsályktunartillögur og fleira til jafns við þingmenn.  samt er hann ekki og má ekki sitja á þingi sem slíkur.  Hann má líka setja fram kröfur á ríkisstjórnarfundum enda æðssti maður ríkisráðs, hærra settur en Forsætisráðherrann. Hinsvegar má hann ekkert skipta sér af dómsvaldinu, nema hann getur náðað menn.  Ég er búinn að lesa þessa stjórnarskrá afturábak og áfram og fatta eiginlega ekki hvernig þú misskilur hana svona gríðarlega, né finn ég neitt um að forsætisráðherra geti rofið þing .  hann getur auðvitað beðið forseta að rjúfa þing, eða skilað umboði sínu til forseta.  Þá er það í hendi forseta að ákveða hvort hann rjúfi þing eða skipti bara út ríkisstjórninni.  :)