Áskorun til Forseta Íslands skv. 24 greininni. Fella ríkisstjórn

GMR

/ #26

2015-05-26 21:17

Ef gera á kröfu til forseta lýðveldisins með vísan í gildandi stjórnarskrá verður að gera þá sjálfsögðu kröfu að á bakvið liggi lámarksþekking á innviði stjórnskipunarlaga (stjórnarskrá).

24.gr. laga nr. 33/1944 ber að túlka út frá grein 13. sömu laga. En þar stendur: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Einnig má benda á 14.gr: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.“  

Hér er því óskað eftir að forseti framkvæmi vald sem hann ekki hefur. Forsætisráðherra getur hins vegar rofið þing og fer þá með þá ósk sína (meirihluta Alþingis eftir atvikum) til forseta og óskar eftir formlegri undirskrift hans vegna þess, sem forseti veitir enda ekki með neitt synjunarvald á stjórnarframkvæmdum.