Mótmælum að neyða Íslensk börn úr landi til ofbeldisfulls föður!

Quoted post

Guest
Guest

#46 Re: Re: hverju á að trúa?

2011-03-15 02:47

#20: Guest - Re: hverju á að trúa?

VIljum við í alvöru búa í réttarfarslegu ríki þar sem dómstólar byggja úrskurði sína á huglægum og tilfinningalegum skoðunum sínum/fólks? Í alvöru?

Þetta er náttúrulega mjög viðkvæmt mál allt saman, eins og svona mál eru, en það er líka verið að brjóta á föðurnum og hans lögbundna umgengnisrétti við börnin. Sem btw er búið að dæma honum. 
Það er ekki búið að sanna ofbeldið á föðurinn hjá neinum dómstólum (NB, ég er ekki að segja neitt um það hvort það hafi átt sér stað eða ekki) en það er búið að sýna fram á það á tveimur réttarstigum að móðirin braut ótvírætt lög með því að fara með börnin úr landi. 

Athugið líka að það er ekki verið að fara fram á það að börnin séu send til Danmerkur til að vera í umsjá föðurins...bara það að hún fari með börnin út og virði umgengnisrétt við föðurinn í það minnsta meðan málið er rekið fyrir dómstólum í Danmörku og þar til niðurstaða er komin í það mál. 
Ef ég er að skilja þetta ranglega, þá endilega leiðréttið mig.

Meðan við viljum búa í sanngjörnu réttarfarslegu ríki, þá er ekki hægt að ætla bara að virða úrskurði dómstóla þegar manni hentar. 

Eins og ég sagði áðan og vil ítreka, þá er þetta auðvitað ömurlega leiðinlegt og erfitt mál allt saman og ég er ekki á neinn hátt að taka nokkra afstöðu til þess hvar börnunum sé best komið, af því að ég þekki hvorugt foreldranna persónulega, en ég er mjög ósammála því að það séu undirskriftarlistar til stuðnings lögbrotum, þó að það eigi í hlut einstæð, fjögurra barna móðir sem dómur hefur fallið í óhag.

Hún á hins vegar alla mína samúð, þetta hlýtur að vera rosalega erfið staða sem hún er í og ég get ómögulega sett mig í hennar spor. Mér sýnist hins vegar á öllu að hún hafi gert sér verulegan óleik, og veikt stöðu sína umtalsvert í forræðismáli sínu, með því að flytja börnin ólöglega úr landi.

Ég held að það væri réttara að efna til fjársöfnunar eða samskota til handa þessari konu, svo hún geti átt kost á almennilegri lögfræðiaðstoð og fjárhagslegum stuðningi í dvöl sinni í Danmörku, heldur en að safna undirskriftarlistum til að grafa undan réttarfari þjóðarinnar.

Replies

Hjördís

#52 Re: Re: Re: hverju á að trúa?

2011-03-15 10:20:43

#46: Guest - Re: Re: hverju á að trúa? 

 Finnst þér að það sé verið að brjóta á föðurnum þegar hann hefur lagt hendur á fjölskyldu sína? Látið sig hverfa frá börnum sínum í margar vikur og skildi okkur eftir peningalaus?