Námsmenn af fullri alvöru - Gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN


Guest

/ #23

2013-06-27 19:18

Það er fáránlegt að breyta viðmiðuninni fyrir námslán. Dóttir mín á við alvarlega námsörðugleika að etja og getur ekki tekið nema í mesta lagi 18 einingar á önn. Þetta þýðir að hún verður að hætta námi. Ég og pabbi hennar erum bæði í námi og getum ekki stutt hana fjárhagslega, enda lifum við ekki nú þegar á þeim litlu ráðstöfunar tekju sem við höfum nú þegar. Ég er að ljúka námi og á bara eftir 12 einingar + 12 eininga ritgerð eftir. Ég treysti mér ekki til að skrifa ritgerðina með þessum tveimur fögum og hafði hugsað mér að bæta við mig einu 6 eininga fagi í viðbót hvora önn, sem ég verð hvort eð er að taka ef ég ætla í Masters nám, en þetta kemur algjörlega í veg fyrir þau áform mín.