Námsmenn af fullri alvöru - Gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN


Guest

/ #4

2013-06-27 15:47

Ekki aðeins er þetta alltof stuttur fyrirvari heldur virðist einnig verið að gleyma að þetta er LÁN ekki styrkur!
Ef þetta snýst um það að hvetja námsmenn til að klára sem fyrst þá er þetta alls ekki leiðin. Til þess að ná því fram ætti að nota einhverskonar verðlaunarkerfi en ekki reyna að hrekja fólk til að hempa náminu af. Frekar vil ég hafa fagfólk í heiminum sem hefur gefið sér tíma til að læra sitt fag heldur en fólk sem var í stresskasti öll sín háskóla ár yfir hvort það næði tilsketnum kvóta til að það gæti framfleitt sér næstu önn. Ég gæti trúað að breytingar að þessu tagi verði aðeins til að auka skuldasöfnun námsmanna og neiða þá til að taka sér frí frá námi til að vinna, og ekki flýtir það náminu hjá þeim.
Það má ekki gleymast að tilgangur LÍN er að veita sem hagstæðust lán til íslenskra námsmanna til að koma sér á framfæri á meðan á námi stendur. Núverandi framfærsluviðmið sem LÍN vinnur eftir eru löngu orðin úrelt og alltof lág og því ætti að vinna að því að reyna að koma á móts við námsmenn. Hitt er það að einhvernveginn þarf að fara að reikna með húsnæðisgjöldum inní þessi lán, fólk á höfuðborgarsvæðinu sem kemst ekki inná stúdentagarða sér frammá að borga allt að 110.000- 130.000 á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúðir. Það þýðir að fólk er að lifa á 10-30 þúsundum á mánuði alla önnina, vannært á líkama og sál, getur ekki leyft sér neinn minsta munað, og svo kemur að prófum þar sem ekkert má bera útaf til að þau lendi ekki í hálfra miljónar yfirdrætti og þurfi að flytja aftur til mömmu og pabba. Nógu margir námsmenn eru að lenda í þessu nú þegar, við skulum ekki bæta fólki sem er að stunda sitt nám af samviskusemi í þennan hóp.