Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!

Íslendingur

/ #314 Kona Sigmundar höfðaði Mál til að fá fyrirfram greiddann arf!

2016-04-02 01:54

Saga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ævintýraleg. Hann er fæddur inn í fjölskyldu sem á milljónir og kvæntur inn í fjölskyldu sem á milljarða. Sjálfur á hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, rúman einn milljarð en hún lítur á auðæfi foreldranna sem sinn framtíðararf og barðist fyrir því að hún fengi sinn hlut eins og bróðir hennar.

Eiginkonan, Anna Sigurlaug, er á meðal ríkustu Reykvíkinganna og yngsti milljarðamæringurinn í borginni. Auðæfi hennar eru komin frá föður hennar, Páli Samúelssyni, sem hagnaðist verulega þegar hann seldi Magnúsi Kristinssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, Toyota-umboðið árið 2005 en fyrir það fékk hann um sjö milljarða.

Ýmsir sem þekkja til fjölskyldu Páls heyrðu af hörðum deilum innan fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum. Deilurnar munu að mestu hafa snúist um peningana sem fjölskyldan fékk þegar Toyota-umboðið var selt og voru ansi sárar fyrir alla sem áttu hlut að máli.

Sagan, sem hefur verið opinbert leyndarmál um árabil hjá þeim sem þekkja til fjölskyldunnar, segir að Anna Sigurlaug hafi fundist hún vera sniðgengin. Fjölskyldudeilurnar um arfinn urðu ansi harðar og er Sigmundur Davíð sagður hafa beitt sér mjög fyrir því að Anna sæti við sama borð og bróðir hennar.

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV.  http://www.dv.is/frettir/2012/9/29/fjolskyldudeilur-vegna-arfs/