Páll Jóhann Pálsson - segðu af þér!

,,Varðandi mig og hagsmunatengslin, ég hef bara talið mig vera fulltrúa útgerðarinnar hérna og hef ekkert farið leynt með það.“ Þessi orð lét Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins falla í byrjun júlí 2013 á Alþingi.

Þetta er algerlega andstætt því sem Íslendingar eiga að venjast, þ.e. að þingmenn séu EKKI fulltrúar almannahagsmuna og almennings. Hér segir Páll það berum orðum að hann sé fulltrúi sérhagsmuna á Alþingi Íslands.

Nái nýtt frumvarp um úthlutun á veiðiheimildum á makríl fram að ganga fær fjölskydufyrirtækið, sem er stjórnað af eiginkonu Páls, kvóta upp á tugi milljóna króna. Hann, sem fulltrúi í Atvinnuveganefnd Alþingis, telur sig EKKI vanhæfan til þess að fjalla um málið.

Berjumst gegn siðleysi og spillingu í íslenskum stjórnmálum! Berjumst gegn grímuleysinu og "köldum tuskum" sem stöðugt er hent framan í íslenska kjósendur!

ÁSKORUN: Hér með skorum við sem skrifum hér undir á þig, Páll Jóhann Pálsson, að segja af þér þingmennsku og láta þingsætið eftir aðila sem EKKI hefur hugsað sér að vinna á launum frá almenningi í þágu sérhagsmuna. Þetta er ekki boðlegt árið 2015!  

Með kveðju, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, skattborgari. 


Gunnar Hólmsteinn Ársælsson    Contact the author of the petition