Námsmenn af fullri alvöru - Gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN


Guest

/ #22

2013-06-27 19:16

Ég á 2 ung börn (1 árs og 3 ára), maðurinn minn er meira og minna í útlöndum svo á næstu önn verð ég ein með börnin.

Ég er í Lögfræði við HÍ, flest fögin eru 10- 15 einingar, námið er erfitt og ung börn gera það ekkert auðveldara.

Núna er ekki möguleiki fyrir mig að minnka aðeins við mig í náminu til að halda geðheilsunni... og fall í EINU fagi, EINU sinni þýðir það að ég fæ ekki lán frá LÍN

Ég er góður námsmaður, ég legg hart að mér og ég er búin að standa mig mjög vel í náminu... En ég er líka mamma, svefnlausar nætur og veikindi barna er ekki eitthvað sem ég get stjórnað

Ég er ekki eini námsmaðurinn í þessum sporum

Þetta bitnar ekki bara á einhverjum slugsum sem nenna ekki að læra fyrir próf!

Þetta bitnar á góðum námsmönnum... fólki sem hefur metnað og drifkraft, einhver okkar eru í námi erlendis (ólíkt námsumhverfi, einingar o.s.fr), sum okkar eiga við námsörðugleika að stríða... mörg eigum við fjölskyldur sem krefjast líka tíma okkar (það þýðir ekki að við séum ekki með hugann við námið)

En langflest erum við bara ólíkir einstaklingar sem eigum það sameigilegt að þurfa námslán til að komast i gegnum námið.

Allir geta lent í því að vera veikir á prófdag... eða falla einu sinni í erfiðu fagi

mjög mörg af fögunum sem við tökum í HÍ eru 10 einingar eða meira (1x fall = ekkert námslán)

Það er mjög ósanngjarnt að refsa okkur vegna einhvers sem við ráðum ekki við (ytri aðstæðna) eða persónulegs ósigurs í einu fagi

Við erum ekki slugsar sem þarf að aga

Heldur fullorðið fólk

Fólk sem tekur námsLÁN sem við borgum til baka með vöxtum

Þetta er ekki styrkur

Við erum hópur lánþega sem á meiri virðingu skilið